Skilmálar vegna styrkveitinga með greiðslukorti

Skilmálar þessir gilda um styrki sem veittir eru til Hjálparsveitar skáta í Kópavogi með greiðslukorti í gegnum vefinn styrkja.hssk.is.

Styrkþegi

Styrkþegi er Hjálparsveitar skáta í Kópavog, Bakkabraut 4 200 Kópavogi. Kennitala: 410271-0289, VSK númer: 03410.

Greiðsla og kortaupplýsingar

Eftir að hafa valið upphæð styrksins og samþykkt þessa skilmála verður styrkveitandi fluttur yfir á örugga greiðslusíðu Borgunar þar sem hann slær inn kortaupplýsingar.

Hjálparsveitin fær hvorki né geymir ómöskuð kreditkortanúmer og mun ekki óska eftir að kortaupplýsingar séu gefnar upp annarsstaðar en á greiðslusíðu Borgunar.

Endurgjald til styrkveitanda og ráðstöfun styrksins

Styrkveitandi mun ekki fá vöru, þjónustu eða neitt annað sem endurgjald fyrir styrkinn, hvorki frá styrkþega né öðrum. Styrkþegi ákveður hvernig styrkurinn verður nýttur.

Endurgreiðsla

Styrkir eru bindandi fyrir styrkveitanda um leið og kortagreiðsla fer fram á greiðslusíðu Borgunar. Styrkveitandi getur eftir það ekki dregið styrkinn til baka eða fengið hann endurgreiddan.

Persónuverndarstefna

Hjálparsveitin safnar ekki persónugreinanlegum upplýsingum um þá sem heimsækja styrkja.hssk.is umfram það sem nauðsynlegt er við rekstur heimasíðunnar.

Nauðsynlegu persónugreinanlegu upplýsingarnar eru tæknilegar atvikasarkár (logs) sem geta innihaldið tímasetningu, ip tölu, hvaða síðu var verið að sækja, upplýsingar sem vafri notandans sendir með fyrirspurnum á vefþjón eins og "user-agent", stillingar, upplýsingar sem notandi slær inn o.fl. Þessar atvikaskrár eru notaðar til að vakta öryggi og greina vandamál í rekstri heimasíðunnar. Út frá þeim eru stundum búnar til ópersónugreinanlegar tölfræðiupplýsingar um heimsóknir á síðuna. Atvikaskrám sem innihalda persónugreinanlegar upplýsingar er eytt sjálfkrafa í síðasta lagi einum mánuði eftir að atvikið átti sér stað (öryggisafrit ekki meðtalin).

Hjálparsveitin notar vafrakökur eingöngu þar sem það er tæknilega nauðsynlegt til að tryggja rétta virkni síðunnar og/eða tryggja öryggi bæði notenda síðunnar og tölvukerfanna sem síðan keyrir á.

Þegar komið er að greiðslu verður notandi færður yfir á heimasíðu sem Borgunar. Á borgun.is er að finna persónuverndarstefnu Borgunar og upplýsingar um notkun þeirra á vafrakökum.

Með því að samþykkja þessa skilmála samþykkir notandinn þessa vinnslu á persónugreinanlegum upplýsingum eins og þeim er lýst hérna fyrir ofan.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á [email protected] ef þú hefur spurningar eða lendir í vandræðum. Við svörum líka í síma 895 4210 þegar við getum, en best er að hafa samband í gegnum tölvupóst.